Jólasokkur Ölfuss 2022 - Þuríður er vinningshafinn

Við óskum Þuríði S. Sigurðardóttur til hamingju en hún var hlutskörpust í hönnunarsamkeppninni, Jólasokkur Ölfuss 2022. Dómnefnd kom saman í byrjun janúar til að skoða fallega hannaða jólasokka sem bárust í keppnina. Við valið var tekið mið af frumleika, fegurð og listfengi. Dómnefnd þakkar öllum sem tóku þátt en horft er til þess að hafa árlega hönnunarsamkeppni með mismunandi þema hverju sinni. Þuríður sótti í íslenskar hefðir við hönnunina en hún lýsti henni þannig að “góð frænka mín kenndi mér bæði að prjóna og útsaum þegar ég var ung. Ég lærði sjálf að sauma og svo bjó mamma vinkonu minnar til alls kyns lampaskerma. “

 

Jólasokkarnir verða til sýnis á Bókasafninu í janúar.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?