Ungir sem aldnir hlakka til að fylgjast með jólasveinunum þegar þeir fara að þramma til byggða með eitthvað gott í skóinn en Stekkjastaur mætir fyrstur þann 12. desember. Síðan þramma þeir til byggða hver á fætur öðrum með eitthvað skemmtilegt í poka.
12. desember er fyrirhugað að opna fallega skreytta jólasveinaglugga víða um bæinn sem eru líka jólagetraun. Hver gluggi táknar ákveðinn jólasvein og á að giska á heiti jólasveinsins. Í gluggunum má líka finna orð sem þið leggið á minnið eða takið mynd af, raðið síðan orðunum í rétta orðaröð og þá birtist fræg jólavísa.
Margir aðilar hafa haft samband og óskað eftir að bjóða uppá skreyttan jólasveinaglugga en enn eru nokkrir gluggar lausir.
Þeir þjónustuaðilar og fyrirtækiseigendur sem hafa áhuga að vera með og skreyta jólasveinaglugga mega senda línu til jmh@olfus.is