Á vef Þjóðskrár geta einstaklingar athugað hvort þeir eru á kjörskrá og hvar þeir eiga að kjósa.
Slóðin á vef Þjóðskrár er: Hvar á ég að kjósa?
Athugið að ekki er sama kjörskrá fyrir Alþingiskosningarnar og íbúakosninguna. Í íbúakosningunni eru fleiri á kjörskrá enda miðast hún við kjörskrá sem gildir í sveitarstjórnarkosningum.
Rétt til þátttöku í íbúakosningu hafa þeir sem mega kjósa í sveitarstjórnarkosningum, þ.e.:
a) Hver íslenskur, danskur, finnskur, sænskur eða norskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning hefst og á skráð lögheimili í því sveitarfélagi sem íbúakosning fer fram,
b) Erlendur ríkisborgari, annar en greinir í a-lið, ef hann hefur átt skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir lokadag atkvæðagreiðslu, enda fullnægi hann að öðru leyti skilyrðum a-liðar