Leitað er eftir ljósmyndum af fuglum á Suðurlandi

Óskað er eftir ljósmyndum af öllum helstu varp- og farfuglum sem dvelja á Suðurlandi

Öflun ljósmynda af öllum varpfuglum og algengum farfuglum á Suðurlandi 

Ljósmyndir vantar af öllum varpfuglum og algengum farfuglum á Suðurlandi fyrir vefinn www.sudurland.is .

Verða myndirnar birtar á fuglahluta síðunnar þar sem lítilsháttar umfjöllun verður um hvern og einn fugl ásamt vísun í þau svæði sem fuglarnir dvelja á. Verða myndirnar merktar höfundi inni á síðunni.

Óskað er eftir ljósmyndum af öllum helstu varp- og farfuglum sem dvelja á Suðurlandi. Eru þetta myndir af 91 fugli og upplýsingar um hvaða tegundir um ræðir eru hér neðst í skjalinu. Í andastofninum eru kynin mjög ólík í útliti og því óskum við bæði eftir myndum af karlfuglinum og kvenfuglinum. Best væri ef kynin væru saman á einni mynd en ef engar slíkar myndir fást komum við til með að skeyta saman myndum af hvoru kyni. Eru þær fuglategundir sem um ræðir litaðar gular hér fyrir neðan.

Sending myndanna fer fram í gegnum neðangreinda vefslóð. Ekki er mælt með því að nota Internet Explorer vafrann. Betra er að nota t.d. Chrome eða Firefox.

Slóðin sem notuð er til að hlaða inn myndunum er þessi: https://podio.com/webforms/7005965/539016

Áskiljum við okkur rétt á að velja myndir sem henta vel fyrir vefinn en leitað er sérstaklega eftir myndum sem eru lýsandi og sýna fuglinn vel.

Við komum til með að greiða 1.500 krónur fyrir hverja mynd sem verður valin til að vera á vefnum. Fyrir andamyndirnar greiðum við 1.500 krónur fyrir hvort kyn – hvort sem það er sitt hvor myndin eða ein mynd þar sem bæði kynin sjást. Góðar paramyndir er besti kostur.

Ef eitthvað er óljóst eða einhverjar spurningar vakna, endilega hafið samband við klasastjóra á netfangið gudridur@sudurland.is eða í síma 480-8200.

Hér er listinn yfir fuglategundirnar. Athugið að hann er einnig á næstu blaðsíðu.

 

Lómur Hvinönd Silfurmáfur
Himbrimi Toppönd Bjartmáfur
Flórgoði Gulönd Hvítmáfur
Fýll Haförn Svartbakur
Skrofa Smyrill Rita
Súla Fálki Kría
Dílaskarfur Rjúpa Haftyrðill
Toppskarfur Tjaldur Langvía
Gráhegri Sandlóa Stuttnefja
Álft Heiðlóa Álka
Heiðagæs Rauðbrystingur Teista
Blesgæs Sanderla Lundi
Grágæs Sendlingur Snæugla
Helsingi Lóuþræll Eyrugla
Margæs Skógarsnípa Brandugla
Brandönd Hrossagaukur Sjósvala
Rauðhöfðaönd Jaðrakan Stormsvala
Ljóshöfði Lappjaðrakan Þúfutittlingur
Gargönd Spói Maríuerla
Urtönd Fjöruspói Músarrindill
Stokkönd Stelkur Steindepill
Grafönd Tildra Gráþröstur
Skeiðönd Óðinshani Svartþröstur
Skúfönd Þórshani Skógarþröstur
Duggönd Kjói Glókollur
Æðarfugl Fjallkjói Stari
Straumönd Skúmur Auðnutittlingur
Hávella Hettumáfur Krossnefur
Hrafnsönd Stormmáfur Gráspör
Húsönd Sílamáfur Snjótittlingur
Hrafn

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?