Mat á umhverfisáhrifum Þórustaðanáma

Fossvélar ehf. hafa lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna efnistöku úr Ingólfsfjalli í landi Kjarrs, 2.áfangi.

Skipulagsstofnun hóf kynningu á skýrslunni þann 22.apríl sl. og stendur kynningartími hennar yfir í 6 vikur eða til 4.júní 2020.  Á kynningartímanum gefst öllum sem áhuga hafa tækifæri til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir.

Kynning á frummatsskýrslunni verður í húsakynnum Fossvéla, Hellismýri 7, 800 Selfossi fimmtudaginn 14.maí kl.19:30-21:30. Áhugasamir geta mætt þegar þeim hentar innan þess tíma og fengið svör við þeim spurningum sem þeir kunna að hafa.

Frummatsskýrslan er aðgengileg hér og einnig á heimasíðu Skipulagsstofnunar www.skipulag.is

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 4. júní 2020 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?