Orku- og auðlindastefna Ölfuss

Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss 30.apríl sl. var samþykkt Orku- og auðlindastefna Ölfuss og eftirfarandi bókun lögð fram:

Með auðlindastefnunni markar sveitarfélagið sér stefnu um formlega aðkomu að stjórn nýtingar allra auðlinda í sveitarfélaginu. Stefnt skal að því að nýting verði með áherslu á hagsmuni sveitarfélagsins, íbúa þess og fyrirtæki. Stýring nýtingar og leyfi til auðlindarnýtingar verði þannig ætíð með hagsmuni íbúa að leiðarljósi og ávinning samfélagsins fyrir komandi kynslóðir. Þannig verði sveitarfélagið allt séð sem auðlindagarður þar sem heimili og fyrirtæki nýta með beinum eða óbeinum hætti auðlindir svæðisins.

Með Auðlindastefnu Ölfuss er lagður grunnur að verndar- og nýtingaráætlun. Með því að líta á Sveitarfélagið Ölfus sem einn samfelldan auðlindagarð eru verndar- og nýtingarmöguleikar sveitarfélagsins settir fram og línur lagðar um með hvaða hætti umgengni um Ölfus verður háttað m.t.t. nýtingar og verndar.

Í stefnunni er höfuð áhersla lögð á:

* Að sveitarfélagið sé beinn gerandi í stjórnun auðlinda í sveitarfélaginu.
* Að sveitarfélagið og íbúar þess njóti góðs af auðlindum í sveitarfélaginu.
* Að nýting auðlinda sé sjálfbær.
* Að nýting orku sé meðal forgangsatriða í auðlindastýringu. Þannig verði horft til áframhaldandi uppbyggingu á umhverfisvænni orkunýtingu.

Stefnuna má finna hér

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?