Skipulags- og matslýsing fyrir miðbæ til kynningar

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt að kynna skipulagslýsingu fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingar í þéttbýli Þorlákshafnar skv. 1. mgr. 30 gr. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagsreiturinn er um 7,5 ha að stærð og afmarkast af Ölfusbraut í vestri, Selvogsbraut í suðri, lóðamörk Selvogsbrautar 12 í austri og fyrirhugaðri götu í norðri er tengist út frá Ölfusbraut.

Breytingar á aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 miða við að breyta nyrsta hluta deiliskipulagsreitsins úr því að vera Miðsvæði (M1) yfir í að vera Íbúðarsvæði (Í9) og stækka núverandi Í9-svæði til austurs og minnka á móti A1- og V1-svæði þar fyrir austan sem því nemur. Á hluta svæðisins er gildandi deiliskipulag „Miðbærinn í Þorlákshöfn“, staðfest 27.03.2008.

Gert er ráð fyrir nýrri uppbygging norðan Selvogsbrautar sem verður að mestu í formi eins til þriggja hæða íbúðabyggðar auk þess sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum næst Ölfusbraut og að verslun/þjónusta/stofnanir verði á jarðhæðum nýbygginga við Selvogsbraut austan heilsugæslu. Fornleifaskráning hefur átt sér stað á svæðinu.

Skipulagslýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, og á heimasíðu frá og með 4. mars til og með 18. mars 2020. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir innan þess tíma. Athugasemdum má skila á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins eða á skipulag@olfus.is.

Skipulags- og matslýsing M1 og Í9
Fornleifaskráning

Skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?