Skipulagslýsing fyrir Reykjabraut 2 til kynningar

Skipulagslýsing fyrir Reykjabraut 2

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti að auglýsa lýsingu að aðalskipulagi fyrir Reykjabraut 2 innan V1 í Þorlákshöfn, skv. 30. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Stefnt er að því að breyta flokki notkunar úr verslun og þjónustu í íbúðasvæði. Gerð verður breyting á gildandi aðalskipulagi, Aðalskipulagi Ölfuss 2010- 2022, og samhliða unnið nýtt deiliskipulag fyrir reitinn. Skipulagslýsing þessi er gerð í samræmi við 2. mrg. 30. og 2 mrg. 40 gr. skipulagslaga nr. 123. 22. september 2010. Með gerð og kynningu lýsingar í upphafi verks er almenningi og umsagnaraðilum gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar, sem að gagni gætu komið við gerð skipulagsins. Skipulagssvæðið er 2337,6 m² að stærð og afmarkast af Selvogsbraut til norðurs og Reykjabraut til austurs og suðurs. Lóðin liggur því á mörkum verslunar-og þjónustusvæðið og rótgróinnar íbúabyggðar.

Í dag er lóðin skilgreind sem viðskipta og þjónustulóð V1 samkvæmt gildandi Aðalskipulagi. Þar stendur eitt hús ásamt aðliggjandi bílastæði. Húsið er á tveimur hæðum og hýsti áður pósthús 124,2 m2 og 78,7 m2. Á efri hæð hússins er skráð íbúðareign 135,1m2.

Aðalskipulagsbreyting

Til þess að mögulegt sé að byggja íbúðir á lóðinni og breyta núverandi húsi í íbúðir þarf að breyta notkunarflokki lóðarinnar. Eins og áður sagði er lóðin nú V1 en óskað er eftir að breyta nýtingarflokk í Í4. Eftir breytingu verður nýtingarflokkur lóðarinnar í samræmi við umlykjandi íbúðarsvæði.

Deiliskipulag

Í þegarbyggðu húsi er óskað eftir því að breyta neðri hæð í þrjár íbúðareiningar og efri hæðum í 4 íbúðareiningar, á bilinu 25-33 m2. Gert er ráð fyrir að tvær tveggjahæða nýbyggingar rísi á lóðinni um 580 m2 að grunnfleti 24x12m.  Viðmiðunarstærðir nýrra íbúða yrðu 55-60m2. Óskað er eftir að byggja tvær tveggjahæða byggingar með átta íbúðum í hvoru húsi. Samtals 16 íbúðir. Íbúafjöldi í hverri íbúð er áætlaður tveir einstaklingar  og mun því íbúafjöldi nýbygginga verða um 38 einstaklingar, nýtingarhlutfall lóðar úr 0,15 í 1,6.

Skipulagslýsing verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 17. júlí 2019 til 14. ágúst 2019. Lýsinguna má einnig lesa á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til miðvikudagsins 14. ágúst 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á skipulag@olfus.is merkt “Reykjabraut 2”.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss

Skipulagslýsing Reykjabraut

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?