Sumarfjör námskeið fyrir börn í 1. - 4. bekk sumar 2022

Námskeiðshaldari: Sveitarfélagið Ölfus

 

Verkefnastjóri: Róbert Páll Chiglinsky

 

Aldur: Börn í 1-4 bekk.

 

Lögð er áhersla á leik, list og náttúru. Börnin fá tækifæri til að njóta náttúrunnar í kringum okkur á ýmsan hátt, skapa list og efla ýmsa hæfni bæði í skipulögðum leik og frjálsum. Börnin munu hafa aðsetur í grunnskólanum þar sem frístund hefur verið.

 

Verðskrá:

 

Boðið er uppá heilan dag eða hálfan dag, annaðhvort fyrir eða eftir hádegi.

Kr. 8880,- frá kl. 08:00 til 16:00.

Kr. 4700,- frá kl. 08:00 til 12:00 eða 12:00 til 16:00.

Systkinaafsláttur: 2. barn 30%, 3. barn 50%

Athugið að börnin þurfa að koma með nesti yfir daginn.

Tímabil:

Námskeið 1: 7. júní - 10. júní (4 dagar, 6. júní er frídagur)  Tengill fyrir skráningu.

Námskeið 2: 13. júní - 16. júní (4 dagar, 17. júní er frídagur)  Tengill fyrir skráningu.

Námskeið 3: . 20. júní – 24. júní (5 dagar)  Tengill fyrir skráningu.

Námskeið 4: .27. júní – 1. júlí (5 dagar)  Tengill fyrir skráningu.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?