Samkvæmt d.lið 12. gr. reglugerðar um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023 skal kjörstjórn auglýsa talningu a.m.k. sjö dögum áður en atkvæðagreiðslu lýkur.
Talning atkvæða mun fara fram þegar kosningu lýkur þann 9.desember nk. og hefst talning kl. 18:00.
Talið verður í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn
Samkvæmt reglugerðinni nr. 922/2023 er heimilt er að hefja flokkun atkvæða og undirbúa talningu þeirra áður en atkvæðagreiðslu er lokið. Flokkun atkvæða og undirbúningur talningar þeirra skal fara fram fyrir luktum dyrum og byrgðum gluggum á talningarstað. Skal rýmið lokað og vaktað af hálfu kjörstjórnar þar til atkvæðagreiðslu er lokið.
Talning atkvæða skal fara fram fyrir opnum dyrum svo að almenningi gefist kostur á að vera viðstaddur eftir því sem húsrúm leyfir. Viðstöddum ber að hlíta fyrirmælum kjörstjórnar og starfsfólks hennar á talningarstað. Öllum þeim sem starfa við framkvæmd flokkunar og undirbúning talningar og umboðsmönnum lista er óheimilt að hafa með sér inn í talningarsal síma, tölvu eða annað fjarskiptatæki. Sama á við um hvers konar myndavélar og hljóðupptökutæki. Neiti einhver að afhenda slík tæki er viðkomandi óheimilt að vera viðstaddur flokkun og undirbúning talningar. Sama á við ef rökstuddur grunur er um að viðkomandi aðili hafi slíkt tæki í fórum sínum. Heimilt er að vísa hverjum þeim af talningarstað sem veldur röskun eða truflun á flokkun eða talningu atkvæða.
Kjörstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss