Mánudaginn 11. maí hefja Veitur hreinsiborun á hitaveituholu í Gljúfurárholti. Markmiðið er að tryggja meira heitt vatn fyrir veituna en vatnsstaðan hefur farið lækkandi á svæðinu undanfarið. Af þessum sökum mun vatnið berast til notenda mun heitara en venjulega fram eftir vikunni.
Vinsamlegast farið því mjög varlega þegar þið notið heita vatnið. Einnig má búast við lægri þrýstingi í kerfinu. Til að vinna á móti þrýstingslækkun er mikilvægt að allir fari sparlega með heita vatið, t.d. með því að hafa glugga lokaða, útidyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur og láta ekki renna í heita potta.
Starfsfólk Veitna vonar að framkvæmdirnar valdi ekki of miklum óþægindum.