Tilkynning til eigenda eftir- og tengivagna

Nú styttist í að snjómoksturstæki sveitarfélagsins þurfi að fara um allar götur og hreinsa þær. Til að einfalda þá vinnu og tryggja öryggi vegfarenda eru eigendur eftir- og tengivagna (kerrur, tjaldvagnar o.þ.h.) beðnir um að fjarlægja þá og koma þeim fyrir inná sínum lóðum.

Óskað er eftir því að öllum eftir- og tengivögnum verði komið fyrir inn á lóðum eigenda eigi síðar en 15 október nk.

Með vísan í grein 22. úr sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi mun starfsmaður sveitarfélagsins eftir 15 október fara um og líma á þá eftir- og tengivagna sem ekki hafa verið fjarlægðir og í framhaldi af því verða þeir fjarlægðir á kostnað eiganda.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?