Þann 1. janúar 2023 koma til framkvæmda ákvæði í lögum nr. 103/2021 um breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald og hringrásarhagkerfi. Ákvæðin hafa verulega þýðingu fyrir sveitarfélögin í landinu þar sem þau bera mikla ábyrgð á meðhöndlun úrgangs, þ.m.t. að heimilisúrgangi sé safnað og að innheimta gjald fyrir þessa þjónustu (lög nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs). Í lögunum kemur m.a. fram að innheimta skal vera sem næst raunkostnaði fyrir meðhöndlun úrgangs.
Vegna þessara breytinga á lögum um móttöku sorps verða breytingar á rekstrarumhverfi gámasvæða um allt land þar sem ma. verður tekin upp lögkyldgjaldtaka á gámasvæðum.
Sveitarfélagið Ölfus hefur enn ekki hafið gjaldheimtu á sínu gámasvæði, en fyrirséð er að slík gjaldheimta muni hefjst síðar á árinu í samræmi við hin nýju lög. Þangað til geta íbúar dreifbýlis því nýtt gámasvæði sveitarfélagsins í Þorlákshöfn til jafns á við íbúa þar. Í því samhengi er bent á að frá og með 1.janúar 2023 voru teknir í notkun rafrænir miðar á gámasvæðið og geta íbúar sveitarfélagsins sótt miða í íbúagátt Ölfuss.
Sveitarfélagið er meðvitað um þá miklu breytingu sem þetta veldur fyrir alla íbúa. Fyrst um sinn er óhagræðið mest í dreifbýlinu þar sem móttökustaðir þar hafa þegar breytt forsendum í samræmi við hin nýju lög en síðar mun gjaldfrjáls móttaka á gámasvæðinu í Þorlákshöfn leggjast af í samræmi við nýju lög. Eftir það verður sambærileg gjaldtaka á öllum gámasvæðum, óháð því hvort fólk býr í sveitarfélaginu eða ekki.
Frá og með 1. janúar s.l. er Sveitarfélagið Ölfus því ekki lengur með samning við Íslenska gámafélagið að Hrísmýri á Selfossi um móttöku á sorpi fyrir dreifbýli Ölfuss.
Íbúum er því bent á að fara á nýju móttökustöðina í Þorlákshöfn.
Frá og með 1.janúar 2023 verða teknir í notkun rafrænir miðar á gámasvæðið og geta íbúar sveitarfélagsins sótt miða í íbúagátt Ölfuss
Íbúagátt Ölfuss (ibuagatt.is)
Leiðbeiningar vegna rafrænna miða á íslensku
Leiðbeiningar vegna rafrænna miða á pólsku