Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir fiskeldisstöð Ísþórs hf. að Nesbraut 23-27 í Þorlákshöfn.
Starfsleyfið tekur til landeldis á laxfiskum. Hámark lífmassa á hverjum tíma má ekki fara yfir 1.800 tonn samkvæmt fyrirhuguðu starfsleyfi.
Tillöguna ásamt gögnum er að finna á vef Umhverfisstofnunar á slóðinni:
https://ust.is/umhverfisstofnun/frettir/stok-frett/2021/01/12/Tillaga-ad-starfsleyfi-Eldisstodin-Isthor-hf.-Thorlakshofn/
Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun á netfangið ust@ust.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 10. febrúar 2021.