Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi.
Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:
- Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi
- Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi
- Að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðni aukandi verkefni á Suðurlandi
Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480 8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn www.sass.is .
Athugið að umsækjandi þarf að skrá sig inn á umsóknarformið með íslykli. Íslykil má sækja um á slóðinni: https://innskraning.island.is/?panta=1
Starfandi fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að sækja um í nýsköpunarverkefni.
Upplýsingar um úthlutunarreglur, leiðbeiningar við gerð umsókna og viðmið við mat á umsóknum er að finna hér
Tekið er við umsóknum til 13. mars. kl. 12.00