Þann 1.desember nk. verður jólahátíð í og við Ráðhúsið.
Jólamarkaður Slysavarnardeildarinnar Sigurbjargar verður í Versölum frá kl. 17:00-20:00.
Lína langsokkur leikur við krakka í Ráðhúsinu kl. 17:00 og á sama tíma hefst keppni í piparkökuskreytingum.
Kl.18:00 verður kveikt á jólatrénu fyrir utan Ráðhúsið, jólasveinar mæta á svæðið, lúðrasveitin og barnakórinn taka nokkur lög og að venju verða Kiwanis menn með heitt kakó fyrir alla.
Kl.19:00 mætir svo Birgitta Haukdal í Ráðhúsið, hún les upp úr nýrri bók sinni og syngur nokkur jólalög. Úrslit í piparkökuskreytinga keppninni verða tilkynnt að því loknu.
Dagskrá lýkur um kl. 20:00
Slysavarnadeildin Sigurbjörg í samstarfi við starfsfólk sveitarfélagsins sá um að skipuleggja viðburðina.