305. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í Ráðhúsi Ölfuss, fimmtudaginn 25. ágúst 2022 og hefst kl. 16:30.
Linkur á fund: 305.fundur bæjarstjórnar Ölfuss
Dagskrá :
Almenn mál
1. 2208042 - Bæjarstjórn Ölfuss - fyrirkomulag funda
Lagt er til að hefðbundinn fundur bæjarstjórnar verði þann 22. september í stað 29.september vegna landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einnig er lagt til að hefðbundinn fundur bæjarstjórnar í október verði miðvikudaginn 26.október í stað 27.október vegna ársþings SASS.
2. 2208019 - Hjólastígar í dreifbýli
3. 2208041 - Heidelberg - umræða um stöðu verkefnisins
4. 2208037 - Loftgæðamælar í Þorlákshöfn
Tillaga frá bæjarfulltrúum B og H lista þess efnis að Sveitarfélagið Ölfus fari fram á það við Umhverfisstofnun að settir verði upp loftgæðamælar í Þorlákshöfn.
5. 2208039 - Tillaga um samstarfssamning við Samtökin 78
Tillaga frá bæjarfulltrúum B og H lista um samstarfssamning við Samtökin '78 um fræðslu og ráðgjöf fyrir starfsfólk sveitarfélagsins, íþróttafélög sem í því starfa og
nemendur í skólum þess.
6. 2208044 - Skipan í milliþinganefndir fyrir ársþing SASS í október 2022
Óskað er eftir skipan kjörinna fulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss í milliþinganefndir fyrir ársþing SASS sem haldið verður 27.-28.október 2022. Sveitarfélagið Ölfus á 5 kjörna fulltrúa á ársþingi SASS.
7. 2208017 - Skál leiðrétting deiliskipulags
Nágranni við Skál benti á að skipulagsmörk væru sýnd óeðlilega langt inni á lóð hans í nýlega samþykktu deiliskipulagi fyrir Skál í Árbænum. Aðrir nágrannar höfðu einnig lýst yfir áhyggjum af sama atriði. Skipulagsstofnun skoðaði málið og er sammála því að þetta sé ekki heppilegt. Stofnunin taldi einnig að breyta mætti skipulaginu í samræmi við 3. málsgrein 44. greinar skipulagslaga þar sem stendur: "Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda."
Í viðhengi er breyttur uppdráttur þar sem búið er að lagfæra deiliskipulagsmörkin og snúa mænisstefnu eins og nýlega var grenndarkynnt.
Afgreiðsla nefndar: Skipulagsnefnd beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að breyta skipulaginu í samræmi við 3. málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
8. 2208030 - Óseyrarbraut 17 umsókn um lóð
Borist hefur erindi frá fyrirtæki sem hefur áhuga á að setja upp öflugar hleðslustöðvar í bænum. Sótt er um lóðina sem er við hlið Skálans við Óseyrarbraut.
Afgreiðsla nefndar: Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu og vísar því til bæjarstjórnar og leggur til að bæjarstjórn veiti fyrirtækinu vilyrði fyrir lóðinni.
9. 2208029 - Unubakki 2 umsókn um lóð
Komið hefur beiðni um vilyrði fyrir tæplega 5000 fermetra lóð við Unubakka 2 á horni Selvogsbrautar og Unubakka. Fyrirtækið sem sækir um hyggst byggja þar nútímalegt húsnæði fyrir starfsfólk að búa í. Í greinargerð með umsókn kemur fram að þau hyggist byggja 2-3 hús á tveimur hæðum með rýmum fyrir starfsmenn sína og annarra fyrirtækja í bænum.
Afgreiðsla nefndar: Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu og vísar því til bæjarstjórnar og leggur til að bæjarstjórn veiti fyrirtækinu vilyrði fyrir lóðinni.
Þar sem lóðin er á miðsvæði telur nefndin ákjósanlegt að þjónusturými verði á jarðhæð þess húss sem er á horni Selvogsbrautar og Unubakka og útlitslega verði tekið mið af áberandi staðsetningu hússins á hornlóð í miðbæ.
10. 2111026 - ASK Heildarendurskoðun aðalskipulags
Skipulagsstofnun hefur fengið endurskoðað aðalskipulag Ölfuss til athugunar og benti strax á ákveðna galla í gögnum sem hafa verið leiðréttir. Eins var óskað eftir ítarlegri umfjöllun í stjórnsýslunni um ábendingar sem komu á auglýsingatíma en fjallað var um athugasemdirnar í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar sem var staðfest í bæjarráði í sumar. Umhverfisstofnun gerði athugasemd við stöðu fráveitumála í Þorlákshöfn þann 8. júní sl. Einnig óskaði stofnunin eftir að fjallað væri um samlegðaráhrif frá áformuðum og núverandi fiskeldisstöðvum á vatnsauðlindina.
Vegagerðin lagði áherslu á það í umsögn sinni að íbúum í íbúðakjörnum utan þéttbýlis verði gert kleift að sækja þjónustu hjólandi eða gangandi eftir stígakerfi. Vegagerðin benti sérstaklega á Hvammsveg og Þorlákshafnarveg í þessu samhengi en sveitarfélagið hefur verið að skoða fyrirkomulag Þorlákshafnarvegar í samvinnu við Vegagerðina og nærtækt er að fara í samskonar aðgerðir við Hvammsveg í framtíðinni. Öll skipulagsgögn má finna á vefsíðu skipulagsins undir flipanum "skipulagsgögn" á slóðinni: https://eflaengineers.maps.arcgis.com/apps/MapSeries/index.html?appid=b5ec5f4666134913af213e
a27a872d76
Fundargerðir til staðfestingar
11. 2208001F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 37
Fundargerð 37.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.08.2022 til staðfestingar.
12. 2208004F - Stjórn vatnsveitu - 6
Fundargerð 6.fundar stjórnar vatnsveitu frá 22.08.2022 til staðfestingar.
13. 2208003F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 40
Fundargerð 40.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 12.08.2022 til
staðfestingar.
Mál til kynningar
14. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundagerð 1.fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 18.08.2022 til kynningar.
23.08.2022
Elliði Vignisson, bæjarstjóri