Brekkur innan Ölfuss, austan Bláfjalla.
Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 12.12.2019 sl. að auglýsa deiliskipulagstillögu skv. 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir umræður og afgreiðslu 2. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.
Auglýst er tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar á skíðasvæði Bláfjalla. Breyting á aðalskipulagi fellst í því að um 100 ha svæði í Sveitarfélaginu Ölfusi verður skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota í stað þess að vera óbyggt svæði. Innan deiliskipulagsins verða nýjar stólalyftur sem að mestu eru innan Kópavogsbæjar, en diskalyfta í Ölfusi. Nýjar skíðaleiðir innan Ölfuss í austurhlíðum Bláfjalla. Þá liggur hluti núverandi gönguskíðahrings skíðasvæðisins innan skipulagssvæðisins í Sveitarfélaginu Ölfusi.
Gögnin vann Landslag, dagsett 4.12.2019.
Með auglýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum nýs deiliskipulags. Uppdráttur er til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss, Þorlákshöfn, sem og á heimasíðu sveitarfélagsins www.olfus.is og í anddyri Skipulagsstofnunar að Borgartúni 7b. Athugasemdafrestur er frá 20. desember 2019 til 7. febrúar 2020. Ábendingum má skila skriflega á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á skipulag@olfus.is, merkt „Bláfjöll“.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss.
Uppdráttur aðalskipulagsbreytingar
Uppdráttur deiliskipulags
Greinargerð deiliskipulagstillögu