Aðalfundur Elliða hsf. verður haldinn þriðjudaginn 19.september nk. kl.17:00 í Ráðhúsi Ölfuss.
Dagskrá fundar:
- Setning aðalfundar
- Kosning fundarstjóra og ritara
- Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar til afgreiðslu ásamt fjárhagsáætlun
- Ráðstöfun hagnaðar eða taps á reikningsárinu
- Ákvörðun um inntökugjald, félagsgjald, búsetugjald og gjald í viðhaldssjóð
- Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins
- Kosning formanns til eins árs
- Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
- Kosning þriggja varamanna í stjórn til tveggja ára
- Kosning löggilts endurskoðanda til tveggja ára
- Tekin ákvörðun um þóknun stjórnarmanna
- Kosning þriggja manna viðhaldsráðs til eins árs
- Önnur mál
Fyrir liggur að núverandi formaður stjórnar mun ekki bjóða sig fram að nýju og því vantar framboð til stjórnar frá félagsmönnum. Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórnin vera skipuð félagsmönnum.
Stjórn Elliða hsf.