Ágætu foreldrar/forráðamenn.
Aðgangskort fyrir börn í sund.
Nú um mánaðarmótin jan/feb breytist aðgengi barna að Sundlaug Þorlákshafnar sem felst í því að öll börn sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og eru fædd á árunum 2002 - 2009 (11 - 18 ára) fá sérstakt aðgangskort með nafni sínu og þurfa að framvísa því þegar þau fara í sund.
Börn í 8. 9. og 10. bekk hafa fengið kortin í hendur en aðrir aldurshópar þurfa að nálgast kortin í Íþróttamiðstöðinni.
Mikilvægt er að vera ávallt með kortið með sér þegar farið er í sund því að það þarf að skanna sig inn með skannanum sem er í afgreiðslu í hvert skipti sem komið er í sund.
Möguleiki er að taka mynd af strikamerkinu á kortinu og geyma myndina í símanum sínum og nota hana til að skanna sig inn.
Börn í dreifbýinu fá kortin send í pósti allra næstu daga.
Geymum kortið á vísum stað.
Nauðsynlegt er að geyma aðgangskortið á góðum stað á heimilinu þannig að það sé hægt að ganga að því vísu þegar fara á í sund. Ef kort glatast er hægt að fá nýtt kort en greiða þarf fyrir það sérstaklega.
Ragnar M. Sigurðsson
Íþrótta - og tómstundafulltrúi
Sveitarfélagið Ölfus
ragnar@olfus.is
Sími: 480 3891
Gsm: 863 9690