Kynning á aðventudagatalinu 2010
Aðventudagatalið er komið úr prentun. Hægt er að skoða stafræna útgáfu hér á vefnum.
Í annað skipti hefur verið gefið út viðburðadagatal fyrir Sveitarfélagið Ölfus.
Allir sem standa fyrir viðburðum eða opnu húsi á avðentunni fá að vera með á dagatalinu, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir, félög eða einstaklinga. Dagatalið er borið í öll hús í Sveitarfélaginu.
Hér fyrir neðan er hægt að skoða dagatalið bæði sem mynd og sem pdf skjal. Til að opna pdf skjalið þarf að vera til staðar viðeigandi forrit í tölvunni. Forritið er ókeypis og hægt að hlaða því niður af eftirfarandi vefsíðu: http://get.adobe.com/reader/
Athugið að þeir sem efna til viðburða á aðventunni sem ekki eru upplýsingar um á dagatalinu, er bent á að senda upplýsingar um viðburði til menningarfulltrúa á netfangið barbara@olfus.is. Viðburðinum verður komið á framfæri á viðburðadagatali á vefsíðu sveitarfélagsins og bætt við í vefútgáfu aðventudagatalsins.