Aðventuhátíð 1. desember nk.

Við fögnum saman aðventunni og eigum saman kvöldstund þar sem verður hægt að klára jólagjafakaupin, njóta veitinga og ævintýranlegrar jólaleiksýningu í Skrúðgarðinum.

Þá verður einnig kveikt á jólaljósunum í bænum en ekki er hægt að hafa viðburð við jólatréð eins og hefð er fyrir vegna fjöldatakmarkanna.

Opið til kl. 21:00 á eftirfarandi stöðum

Kompan klippistofa
Markaður frá kl. 18:00

Versalir
Markaður á vegum Slysavarnafélagsins Sigurbjargar þar sem 25 aðilar verða
með sölu og kynningarbása frá kl. 16:00

Kaffi Sól
Markaður og veitingar frá kl. 16:00

Thai Sakhon Restaurant
Tilboð á jólabjór úr krana

 

Ævintýri í jólaskógi - vasaljósaleikhús

Klukkustundar jólaleiksýning í Skrúðgarðinum.

25 manna hópar leggja af stað á 10 mín fresti í ævintýraför með vasaljós.

Enginn aðgangseyrir en TÍMAPÖNTUN NAUÐSYNLEG og fer fram á þessum link: https://tix.is/is/specialoffer/76jtdpx2a3z7a/

Viðburðurinn er hluti af dagskrá í tilefni 70 ára afmælis þéttbýlis í Þorlákshöfn.

Nánari upplýsingar um leiksýninguna er að finna á þessari slóð:
https://www.facebook.com/events/193226966305986?active_tab=about

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?