Af ávöxtum og vináttu

 

Síðustu tónleikar Tóna við hafið þennan vetur verða laugardaginn 1. maí þegar skólakórar Grunnskóla Þorlákshafnar flytja sögnleik sem byggir á Ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur. Sagan fjallar um viðkvæm mál eins og einelti, fordóma og vináttu.
Það er stór hópur sem tekur þátt í flutningi söngleiksins, eða yfir 50 börn og langar alla að fá hlutverk. Þessvegna hefur Ester Hjartardóttir, annar tónlistarstjóranna, breytt sögunni svolítið svo fleiri fái að njóta sín á sviðinu. Ester og Gestur Áskelsson eru tónlistarstjórar sýningarinnar og hafa æft lög Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar með kórunum síðan í janúar. Það er mikil eftirvænting hjá börnunum að fá að flytja söngleikinn og hafa þau æft allflesta daga síðustu vikurnar.
Söngleikurinn verður fluttur í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss laugardaginn 1. maí klukkan 14:00.
 
Mynd tekin á æfingu hjá kórnum
 
Fleiri myndir er hægt að skoða á snjáldursíðunni: http://www.facebook.com/album.php?aid=170503&id=136961043748&upload=1
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?