Afgreiðsla á óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022.
- Reiturinn V12 reits á jörðinni Ingólfshvoll um heimild til að vera með 8 lítil gistihús fyrir allt að 50 gesti.
- Grásteinn, svæðis Í13 um fjölgun á fjölda íbúða innan svæðisins.
Skipulags, - bygginga- og umhverfisnefnd. Fundur nr. 97 þann 29.10.2018.
Fyrirtæki: Á Ingólfshvoli ehf.
Mál: Aðal- og deiliskipulag Ingólfshvoll
Númer: 1810046
Bókun: Fyrir liggur óveruleg breyting á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022 að breyta reitum V12 þannig að heimilt sé að vera með gistingu innan reitsins. Afgreiðsla: Samþykkt óveruleg breyting er heimili allt að 8 hús með gistingu fyrir 50 gesti.
Bæjarráð Ölfuss. Fundur nr. 304 þann 8.11.2018.
Fyrir bæjarráði lá fundargerð skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar nr. 97 sem haldinn var 29.10.2018.
Áður hafði bæjarstjórn falið bæjarráði fullnaðarafgreiðslu þessarar fundargerðar á 261. fundi.
Eftirtaldir liðir teknir til sérstakrar umfjöllunar og samþykktar:
1810046 - Aðal- og deiliskipulag Ingólfshvoll
Bæjarráð samþykkir liðinn samhljóða.
Skipulags, - bygginga- og umhverfisnefnd. Fundur nr. 96 þann 18.10.2018.
Fyrirtæki: Kjartan Björnsson
Mál: Aðalskipulagsbreyting Bláengi
Númer: 1803034
Bókun: Óveruleg breyting um fjölgun íbúðalóða. Björn Kjartansson víkur af fundi við afgreiðslu erindis. Samþykkt.
Bæjarstjórn Ölfuss. Fundur nr. 261 þann 25.10.2018.
Fundargerð skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar frá 18. október s.l. lögð fram.
Gestur Þór Kristjánsson vék af fundi.
Liður: 1, 3, 4, 10, 15, 16, 17, 18, 19 og 20 liggja fyrir til kynningar.
Liður 2, 5, 6, 11 og 14 liggja fyrir til samþykktar.
1803034 - Aðalskipulagsbreyting Bláengi
Bæjarstjórn samþykkti óverulega breytingu á reitum Í 13 að fjölga íbúðum á svæðinu úr 5 í 12 íbúðir. Ekki er verið að fjölga lóðum heldur að heimila að tvíbýli geti verið á lóðum.
Aðalskipulagsbreyting Ingólfshvoll
Aðalskipulagsbreyting Grásteinn - Bláengi