Afgreiðsla bæjarstjórnar Ölfuss á breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022 er varðar verslunar- og þjónustulóð í Þorlákshöfn

Merki Ölfuss
Merki Ölfuss
Bæjarstjórn Ölfuss heimilaði að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022, að breyta íbúðahúsalóð við Oddabraut 24 í þjónustulóð, færi í lögboðinn auglýsingaferil sem lauk 10. október 2014

Bæjarstjórn Ölfuss heimilaði að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022, að breyta íbúðahúsalóð við Oddabraut 24 í þjónustulóð, færi í lögboðinn auglýsingaferil sem lauk 10. október 2014. Bæjarstjórn samþykkti að eftir auglýsingartímann væri fjallað um innkomnar ábendingar og athugasemdir. Í bókun bæjarstjórnar kemur fram að þó svo elsti hluti íbúðabyggðar í Þorlákshöfn falli ekki undir skilgreiningu í aðalskipulagi sem svæði V2, verslun- og þjónusta, hefur hann sterka tengingu við miðbæjarsvæðið. Ekki er séð að breyting á heimagistingu í gistiheimili með sama fjölda herbergja fyrir 16 manns hafi verulegt fordæmisgefandi gildi á starfsemi sem ber að vera á verslunar- og þjónustulóðum.

Sem svar við athugasemdum sem komu inn á auglýsingartímanum  um bílastæði við Oddabraut 24 og e.t.v. truflun frá starfseminni fyrir nágranna þá eru bílastæði á lóðinni og síðan við Oddabraut fyrir húsnæðið. Lóðarhafa er bent á að semja um bílastæði umfram það sem hann hefur á lóð og við Oddabraut t.d. við þjónustuaðila við Selvogsbraut. Starfsemin að Oddabraut 24 á ekki að verða nágrönnum til óþæginda hvorki hvað varðar að bílum sé lagt í Skálholtsbraut né með hávaða frá gistingunni.

F.h. Sveitarfélagsins Ölfuss

Sigurður Ósmann Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?