Merki Sveitarfélagsins Ölfuss
Íþrótta – og tómstundanefnd Sveitarfélagsins Ölfuss auglýsir styrki úr Afreks – og styrktarsjóði Sveitarfélagsins Ölfuss.
Markmið sjóðsins er m.a. að veita afreksíþróttafólki í hóp/einstaklingsíþróttum í Sveitarfélaginu Ölfusi fjárhagslegan styrk vegna æfinga og/eða keppni, og þannig skapa sem best tækifæri til að stunda íþrótt sína í heimabyggð eða annarstaðar eftir atvikum. Einnig eru veittir styrkir vegna menntunar þjálfara/leiðbeinenda.
Úthlutun styrkja fer fram í apríl nk.
Hægt er að nálgast umsóknareyðublað á heimasíðu Sveitarfélagsins Ölfuss.
Rafræn umsókn
Umsóknir um styrki úr sjóðnum þurfa að berast til skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss, Ráðhúsinu Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn, fyrir 1. október næstkomandi.
Nánari upplýsingar veitir Ragnar Sigurðsson Íþrótta – og tómstundafulltrúi,
í sima 480 – 3891 eða á netfanginu ragnar@olfus.is