Unnið að viðgerðum á glervegg og þaki
Unnið er að viðgerðum á glerþaki í anddyri ráðhússins. Verkið er unnið af Trésmiðju Sæmundar og er ekki laust við að áhugavert sé að fylgjast með stráknunum skottast upp og niður glerþakið með spotta um sig miðjan.
Unnið er að viðgerðum á glerþaki í anddyri ráðhússins. Verkið er unnið af Trésmiðju Sæmundar og er ekki laust við að áhugavert sé að fylgjast með stráknunum skottast upp og niður glerþakið með spotta um sig miðjan.
Skipta þarf út gleri og þétta þannig að ekki leki inn þegar rignir sem mest eða vegna leysinga á vorin. Einnig verður þess gætt að nota sólarvarið gler, þannig að aftur sé hægt að hengja tunglfiskinn upp í anddyrinu, en hann er nú í viðgerð hjá Steinari Kristjánssyni hamskera eftir að hafa farið illa í hitanum.
Meðfylgjandi myndir tók menningarfulltrúi á mánudagsmorgni þar sem drengirnir voru byrjaðir að losa listana.