Á 344.fundi bæjarráðs Ölfuss þann 4.febrúar sl. voru samþykktar tillögur sem fela í sér aukna akstursþjónustu við eldri borgara í Þorlákshöfn.
Verkefnið er til reynslu í 4 mánuði og verður það endurmetið að þeim tíma loknum. Markmiðið með akstursþjónustunni er að styðja við aldraða íbúa svo þeir geti búið sem lengst á eigin heimili.
Þjónustan er hugsuð fyrir akstur innanbæjar í verslanir og aðra þjónustu og verður gjaldfrjáls á reynslutímanum. Starfsmaður heimaþjónustu mun sjá um aksturinn og verður hann fyrst um sinn í boði frá kl. 12:00 til 13:30 fjóra daga í viku mánudaga til fimmtudags. Mikilvægt er að panta þjónustuna með að minnsta kosti dags fyrirvara í síma 483-3614 eða á netfangið asrun@olfus.is
Þjónustan er í boði frá og með deginum í dag.