Álagning fasteignagjalda 2014

Merki Ölfuss
Merki Ölfuss
Fasteignagjöld 2014
Álagningu fasteignagjalda í Sveitarfélaginu Ölfusi fyrir árið 2014 er nú lokið.

Álagningu fasteignagjalda í Sveitarfélaginu Ölfusi fyrir árið 2014 er nú lokið.

Sami háttur verður við innheimtu gjaldanna og á síðasta ári þ.e.  sveitarfélagið mun ekki senda út álagningarseðla fyrir fasteignagjöldum til einstaklinga yngri en 67 ára.

Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á vefsiðunni www.island.is  undir „Mínar síður“ og er  innskráning  með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum.

Kröfur vegna fasteignagjalda birtast sem fyrr í netbanka greiðanda.

Einstaklingar 67 ára og eldri fá  senda álagningar- og greiðsluseðla auk þess sem fyrirtæki og stofnanir fá senda álagningarseðla.
Þeir aðilar undir 67 ára sem þess óska geta fengið heimsenda álagningar- og greiðsluseðla en verða þá að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 480-3800 eða á póstfangið sigrun@olfus.is

Skrifstofa sveitarfélagsins veitir allar nánari upplýsingar um þetta fyrirkomulag svo og álagningu gjaldanna sjálfra.

 

 

                                                                                   Sveitarfélagið Ölfus

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?