Álagningu fasteignagjalda í Sveitarfélaginu Ölfusi fyrir árið 2019 er nú lokið.
Sami háttur verður viðhafður við innheimtu gjaldanna og síðustu ár þ.e. sveitarfélagið mun ekki senda út prentaða álagningarseðla fyrir fasteignagjöldum til einstaklinga sem fæddir eru 1946 eða síðar.
Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á vefsiðunni island.is undir „Mínar síður“ og er innskráning með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum.
Kröfur vegna fasteignagjalda birtast sem fyrr í netbanka greiðanda.
Einstaklingar 73 ára og eldri fá senda álagningar- og greiðsluseðla auk þess sem fyrirtæki og stofnanir fá senda álagningarseðla í pósti.
Þeir aðilar sem þess óska geta fengið heimsenda álagningar- og greiðsluseðla en verða þá að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 480-3800 eða á póstfangið kolla@olfus.is
Skrifstofa sveitarfélagsins veitir allar nánari upplýsingar um þetta fyrirkomulag svo og álagningu gjaldanna sjálfra.
Bæjarritari.