Allir Þórsarar, Ölfusingar og aðrir Sunnlendingar – mætum öll á leikinn og styðjum strákana okkar til sigurs!
Fjórði leikur Þórs / KR verður haldinn í Iceland Glasier höllinni mánudaginn 15. apríl og hefst kl. 18:30 Gott er að mæta tímanlega en hamborgarasalan byrjar 17:30
Þórsarar töpuðu gegn KR í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Domino´s deildarinnar í Vesturbænum og KR leiða því einvígið 2-1. Til þess að komast í úrslit þarf að vinna þrjá leiki.
Fyllum Icelandic Glacial höllina í kvöld þegar liðin mætast í fjórða sinn. Sigri Þór í kvöld jafna þeir einvígið og þá verður oddaleikur í Vesturbænum á fimmtudaginn.
Áfram Þór!