Ákveðið var að halda svokallaðar almannavarnavikur í öllum sveitarfélögum á Suðurlandi. Nú er komið að okkur og er vikan 29. janúar - 02. febrúar tileinkuð þeirri vinnu.
Miðvikudaginn 31. janúar kl. 20:00 verður boðað til íbúafundar í Versölum, Ráðhúsinu.
Dagskrá:
Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri, fjallar um lögregluna á Suðurlandi.
Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi, fjallar um almannavarnir á Suðurlandi.
Kristín Jónsdóttir frá Veðurstofu Íslands fjallar um vöktunarkerfi Veðurstofunnar.
Hulda Ragnheiður Árnadóttir hjá Viðlagatryggingu fjallar um hvað er tryggt í náttúrhamförum.
Fundarstjóri er Gunnsteinn R Ómarsson sveitarstjóri.
Þennan fund ættu allir að sækja þar sem þetta er málefni sem varða okkur öll og rétt viðbrögð geta skipt lykilmáli.