Áramótabrenna og flugeldasýning

Við kveðjum árið 2024 og fögnum nýju ári fyrir neðan útsýnisskífu við hafnargarðinn vestast í Þorlákshöfn (sjá mynd). Staðsetningin var valin í samráði við Brunavarnir Árnessýslu. Björgunarsveitin Mannbjörg og kiwanisklúbburinn Ölver hafa umsjón með brennu og flugeldasýningu.

Kveikt verður í áramótabrennunni kl. 17 á gamlársdag
og er Stefán Jónsson, járnkarl, brennustjóri.

Flugeldasýning verður um kl. 17:10
og er Ingimar Rafn skotstjóri. 

Vinsamlegast athugið að áhorfendur hafa ekki leyfi til að skjóta upp flugeldum við brennuna vegna slysahættu sbr. reglugerð um skotelda. 

Flugeldasala Mannbjargar og Ölvers er í kiwanishúsinu:
30. des. frá kl. 13:00 - 22:00
31. des. frá kl. 10:00 - 16:00

Gleðilegt nýtt ár !


Nýtt brennustæði fyrir neðan útsýnisskífu

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?