Götusópun verður í Þorlákshöfn, miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Vinsamlegast leggið ekki bifreiðum, hjólhýsum, tjaldvögnum, kerrum o.fl. í götunni á þeim tíma.
Kynningarátakið "Hamingjan er hér" fór í loftið í mars og árangurinn er strax byrjaður að koma í ljós. Á síðasta fundi skipulags-, byggingar-, og umhverfisnefndar 19. apríl voru 7 umsóknir um lóðir til afgreiðslu ásamt því að unnið er að grenndarkynningu á fjölbýlishúsum í Sambyggð.
Umhverfisverðlaun Ölfuss 2017 voru afhent í gær, Sumardaginn fyrsta við hátíðlega athöfn í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi.
Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri Orku Náttúrunnar hlaut Umhverfisverðlaun Ölfuss 2017 fyrir brautryðjendaverkefni við uppgræðslu á Hellisheiði.
Það er nemendum og starfsfólki Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi, sönn ánægja að bjóða þér/ykkur í opið hús á sumardaginn fyrsta.
Myndasafn af komu Mykines í fyrsta sinn til Þorlákshafnar
Mykines, vöruflutningaferja Smyril Line Cargo kom til Þorlákshafnar í fyrsta sinn föstudaginn 7. apríl síðastliðinn.
Starfsmaður sveitarfélagsins var á staðnum til að taka nokkrar myndir þegar skipið sigldi inn í höfnina.