Endurvinnslutunnur fyrir plast verða keyrðar út í dag og næstu daga
Starfsmenn þjónustumiðstöðvarinnar byrja að keyra úr endurvinnslutunnur fyrir plast í dag, þriðjudaginn 6. júní.
Inni í tunnunni er lítil tunna sem er fyrir lífrænan úrgang. Sú tunna á að fara ofan í tunnuna fyrir almennt sorp. Einnig er græn fata og pokarúllur sem fara inn í hús til að safna saman lífræna úrganginum.
Hægt er að hafa samband við þjónustumiðstöðina ef það eru einhverjar spurningar s. 483 3803.
06.06.2017