Sveitarfélagið Ölfus hefur ákveðið að grunnskólanemendur í Sveitarfélaginu Ölfusi fái ókeypis námsgögn þegar skólastarf hefst á næstu dögum. Ákvörðun um þetta var tekin nú í dag, á fundi bæjarráðs þann 17.ágúst 2017.
Þær stöllur Ása Bjarnadóttir og Halldóra Björk Guðmundsdóttir fóru af stað fyrr í vetur með þá hugmynd að setja upp sýningu undir stiganum á bókasafninu, þar sem lífið í Selvoginum yrði viðfangsefnið.
Bæjarhátíðin Hafnardagar var haldin hátíðleg með pompi og prakt dagana 9.-12.ágúst. Þátttaka bæjarbúa í öllum dagskrárliðum var með frábæru móti og má segja að gleði og rólegheitarstemming, ásamt lygilegu veðri, hafi einkennt yfirbragð hátíðarinnar.
Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum - Kallað eftir hugmyndum almennings
Vinna við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er hafin og hefur verið opnað sérstakt vefsvæði tileinkað vinnunni á slóðinni www.co2.is. Almenningur er hvattur til að senda hugmyndir og tillögur að aðgerðum til verkefnisstjórnar á netfangið loftslag@uar.is