Könnun vegna sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu
Nú stendur yfir könnun á kostum og göllum mögulegrar sameiningar allra sveitarfélaganna í Árnessýslu. Það er gert með sviðsmyndavinnu þar sem leitast er við að horfa til framtíðar og rýna hvernig samfélag íbúa og atvinnulífs í Árnessýslu geti þróast í framtíðinni og ekki síður með tilliti til þeirra skyldna og krafna sem gerðar verða til sveitarfélaga.
Nú um mánaðarmótin mars / apríl verða tímamót í Landsbankanum í Þorlákshöfn. Ægir E. Hafberg, sem verið hefur útibússtjóri s.l. 20 ár, lætur af störfum, samhliða verður útibúinu breytt í afgreiðslu frá Selfossi.
Sveitarfélagið Ölfus fær styrk til áframhaldandi uppbyggingar í Reykjadal
Sveitarfélagið Ölfuss fékk í síðustu viku 26.175.000. kr styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bregðast við aðkallandi vandamálum í náttúruvernd og öryggismálum í Reykjadal Ölfusi.
Sveitarfélagið Ölfus mun frá og með 10. mars. n.k. hætta að póstleggja greiðsluseðla til einstaklinga.
Þess í stað hefur verið opnuð vefgátt þar sem þeir geta skoðað reikninga yfirlit og greiðslur frá og með 1. janúar 2017.