Glæsilegt Unglingalandsmót UMFÍ að baki
Unglingalandsmót UMFÍ var haldið hér í Þorlákshöfn dagana 3.-5. ágúst.
Rigning og rok var á föstudeginum en svo tók við rjómablíða á laugardeginum og sunnudeginum. Keppt var í ýmsum greinum s.s. fótbolta, strandblaki, kökuskreytingum, stafsetningu, bogfimi, sandkastalagerð o.fl.
Það voru rúmlega 1300 keppendur á aldrinum 11 – 18 ára sem tóku þátt en um 8000 manns voru í bænum á meðan mótinu stóð.
08.08.2018