Nú er fyrsti dagur Unglingalandsmóts UMFÍ í Þorlákshöfn. Á þessum fyrsta degi mætir fólk í bæinn og kemur sér fyrir á tjaldsvæðinu. Við bendum á að þátttakendur og forráðamenn þeirra þurfa að ná í mótsgögn í þjónustumiðstöð Unglingalandsmótsins (ULM) á svæðinu. Eins og sést á kortinu af bænum og mótssvæðinu hér að neðan er þjónustumiðstöðin merkt 01 og er hún í grunnskóla Þorlákshafnar.
Þjónustumiðstöðin opnar á fyrsta degi mótsins 2. ágúst klukkan 15:00 og lokar henni klukkan 23:00. Ef spurningar vakna um eitt og annað á mótinu er hægt að leita svara í þjónustumiðstöðinni.
Kortið af bænum er líka hægt að sjá í mótsdagskrá ULM á www.ulm.is.
Nú er búið að loka fyrir skráningu í greinar á Unglingalandsmótinu. Búið er að raða í lið og hægt að sjá þau á vefsíðunni www.ulm.is á lista yfir keppnisgreinar mótsins. Aðeins þarf að fletta upp þeim greinum sem viðkomandi er skráður í og er þar PDF-skjal með liðunum, nöfnum þeirra og listi yfir þá hvert lið fyrir sig: Skoða liðin
Í einhverjum tilvikum hefur þurft við uppröðun í greinar á mótið að bæta þátttakendum við í fámenn lið. Það er einmitt líka frábært tækifæri fyrir þátttakendur til að kynnast nýjum jafningjum og jafnöldrum með sama áhugamál.
Í þessum skrifuðu orðum er líka unnið hörðum höndum að nákvæmu tímaplani fyrir hverja grein. Vinnan er ærin og umfangsmikil, ekki síst þar sem einnig er verið að reyna að samræma keppnistíma á milli fjölmennustu greinanna á mótinu til að draga úr árekstrum við aðrar greinar. Við þökkum biðlundina.
Það er gaman að segja frá því að mjög góð skráning er á Unglingalandsmótið en 5.000 skráningar eru í greinar mótsins. Þessi gríðarlega góða aðsókn skýrir að mestu leyti tafir við nákvæmt tímaplan og samræmingu keppnistíma.
Á þessum fyrsta degi Unglingalandsmóts UMFÍ mæta flestir þátttakendur og forráðamenn þeirra til Þorlákshafnar, ná í mótsgögn og koma sér fyrir á tjaldsvæðinu.
Engin keppni er í dag.
Í kvöld er fyrsta kvöldvaka mótsins í stóra blá og hvíta tjaldinu sem búið er að setja upp á mótssvæðinu. Kvöldvakan hefst klukkan 21:00 og stendur til klukkan 23:00. Í kvöld kemur fram DJ Dóra Júlía.
Frétt fengin af vef Ungmennafélags Íslands UMFI.is