Sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Ölfuss vill minna kattaeigendur á reglur um kattahald í Sveitarfélaginu Ölfus. Reglur um kattahald
Bent er sérstaklega á gr. 4 Leyfi til kattahalds. 8. gr. Útivistartíma. 10. gr. Heimild til eyðingar á ómerktum köttum.
Helstu varúðar-, aðgæslu- og umgengnisskyldur
Eigendur og umráðamenn katta skulu gæta þess vel, að kettir þeirra valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði eða raski ró manna.
Eigendum katta er skylt að koma í veg fyrir að kettir þeirra séu á flækingi utan dyra frá kl. 24.00 að nóttu til kl. 07.00 að morgni. Forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma frá 1. maí til 31. ágúst, með því að hengja bjöllu á kött sinn, eða eftir atvikum að takmarka útiveru hans frekar en segir í 1. mgr.
Þá er minnt á skyldur eigenda um að skrá og merkja sína ketti. Umsókn um leyfi til hunda- eða kattahalds.
Átak um að fanga ómerkta ketti hefst í sveitarfélaginu 1 júlí nk.
Lausir kettir, handsömun, geymsla, aflífun, kostnaður
Gera skal ráðstafanir til útrýmingar á villi- og eða flækingsköttum. Í því skyni er heimilt að koma fyrir búrum, agni eða sambærilegum tækjum til að fanga ketti.
Fangaða ketti skal færa í sérstaka kattageymslu og auglýsa handsömunina á facebook síðu kettir í Þolló. Verði kattar ekki vitjað innan þriggja sólarhringa frá auglýsingu er heimilt að ráðstafa honum til nýs eiganda. Að öðrum kosti er heimilt að aflífa hann.
Hafi ómerktur köttur verið handsamaður, er óheimilt að afhenda hann fyrr en að lokinni skráningu, örmerkingu, greiðslu eftirlitsgjalds og áfallins kostnaðar. Kostnaður við handsömun, örmerkingu, fóðrun, geymslu, auglýsingu eða aflífun kattar skal að fullu greiddur af eiganda.