Atvinna í boði

Starfsmaður óskast til starfa á heimili fatlaðs fólk að Selvogsbraut í Þorlákshöfn.

Helstu verkefni eru að veita íbúum stuðning í daglegu lífi þeirra, innan og utan heimilis.

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur svo sem þroskaþjálfamenntun, félagsliða- eða stuðningsfulltrúanám
  • Góð almenn menntun
  • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
  • Frumkvæði, sjálfstæði og lipurð í vinnubrögðum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum

Í boði er fjölbreytt starf sem unnið er á vöktum, með eða án helgarvinnu. Starfshlutfall er 50 – 85%.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og FOSS.

Umsóknarfrestur er til 1. september 2018  Umsóknum skal skilað rafrænt á www.olfus.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrönn Harðar,   s: 483-3844

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?