Atvinnulífsfundur í Ölfusi föstudaginn 14. janúar í Ráðhúsinu kl. 14-16

hofn
hofn
Atvinnuþróunarfélag Suðurlands í samvinnu við sveitarfélagið Ölfus mun standa fyrir kynningarfundi á stoðkerfi atvinnulífsins á Suðurlandi.  Fundurinn verður haldinn föstudaginn 14. janúar 2011 í Ráðhúsinu kl. 14. -16.

Atvinnulífsfundur í Ölfusi föstudaginn 14. janúar í Ráðhúsinu kl. 14-16

  

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands í samvinnu við sveitarfélagið Ölfus mun standa fyrir kynningarfundi á stoðkerfi atvinnulífsins á Suðurlandi.  Fundurinn verður haldinn föstudaginn 14. janúar 2011 í Ráðhúsinu kl. 14. -16.
 
Eftirtaldir aðilar kynna starfsemi sína:
  1. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands
  2. Vaxtasamningur Suðurlands
  3. Háskólafélag Suðurlands
  4. Menningarráð Suðurlands
  5. Markaðsstofa Suðurlands
Að auki kynnir Þorbjörn Jónsson verkefnastjóri Atvinnuþróunarfélags Suðurlands verkefnið Slegist um slógið: Nýting á slógi frá fiskvinnslum.
 
Gefinn verður kostur á spurningum og umræðum.
 
Rekstraraðilar, sveitarstjórnarmenn, atvinnumálanefndir, menningarmálanefndir, einstaklingar með hugmyndir og að sjálfsögðu allir áhugasamir íbúar sveitarfélaganna eru hvattir til að mæta og kynna sér starfsemi stoðkerfsins á Suðurlandi.
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?