Auglýsing á deiliskipulagstillögu

Eftirfarandi skipulagstillaga var samþykkt til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 af bæjarstjórn Ölfuss á 297. fundi hennar þann 16.12. síðastliðinn.

 

Deiliskipulag fyrir Laxabraut 11 í Þorlákshöfn

Verkfræðistofan Efla ehf. hefur unnið deiliskipulagstillöguna sem markar ramma um stækkun á núverandi fiskeldi á aðliggjandi lóð. Fyrirhugað er seiðaeldi og mögulega þauleldi á laxi eða öðrum fiskitegundum. Hugmyndin er að reisa mannvirki í form húsa, kerja, vatnsmiðlunartanka, fóðursílóa og súrefnistanka auk vatns og frárennslislagna, ásamt lagningu vegslóða, vinnuplana og bílastæða. Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunnar í samræmi við lög um umhverfismat áætlana nr. 111/2021.

 

Uppdráttur Laxabraut 11

Greinargerð Laxabraut 11

 

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 22. desember 2021 til 3. febrúar 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 3. febrúar 2022.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?