Bæjarráð Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkti á 354. fundi sínum skipulagslýsingu fyrir Laxabraut 11 til auglýsingar í samræmi við 1. og 2. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Á lóðinni er fyrirhugað eldi seiða og mögulega þauleldi á laxi eða öðrum fisktegundum. Eldið er stækkun á núverandi eldi á aðliggjandi lóð, Laxabraut 9. Hugmyndin er að reisa mannvirki í formi húsa, kerja, vatnsmiðlunartanka, fóðursílóa og súrefnistanka auk vatns- og frárennslislagna, ásamt lagningu vegaslóða, vinnuplana, borhola og bílastæða. Á lóðunum tveim er ráðgert að framleiða allt að 2.500 tonn af laxi og laxaseiðum á ári.
Skipulagslýsinguna má sjá hér
Skipulagslýsingin verður til kynningar á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss frá 5. ágúst til 2. september 2021. Frestur til að gera athugasemdir er frá 5. ágúst til 2. september 2021. Athugasemdir sendist í tölvupósti á netfangið skipulag@olfus.is eða skriflega á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn.
Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi