Auglýsing á skipulagstillögu

Aðalskipulagsbreyting vegna nýs íbúðahverfis vestan Þorlákshafnar.

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á 291. fundi sínum þann 27. maí 2021 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerir ráð fyrir breytingum á reit Í11 í aðalskipulagi. Þar er nú gert ráð fyrir íbúðasvæði með fjölbreyttu búsetuformi í einbýli, fjölbýli, par- og raðhúsum. Hverfið er vestan byggðar í Þorlákshöfn en sunnan við framlengingu Selvogsbrautar til vesturs. Afmarkað er íbúðasvæði, auk svæðis fyrir samfélagsþjónustu.

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, frá 7. júlí til 19. ágúst 2021

Þeir sem vilja gera athugasemdir er bent á að senda tölvupóst á skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 19. ágúst 2021.

Skipulagstillaga

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi Ölfuss

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?