Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar til auglýsingar skv. 1.msgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010, á 287. fundi bæjarstjórnar þann 28. janúar 2021
Tillaga að deiliskipulagi í landi Kirkjuferjuhjáleigu
Tillagan fjallar um 3 nýjar lóðir til uppbyggingar í landi Kirkjuferjuhjáleigu sem eru á bilinu 2 til 4 ha. Skipulagstillöguna má sjá hér og greinargerð hér
Deiliskipulag fyrir Þóroddsstaði 2 lóð H
Deiliskipulagið markar byggingarreiti fyrir íbúðarhús og bílskúr samtals allt að 280 fermetra. Auk þess gestahús allt að 50 fermetra og stakstæðan bílskúr allt að 130 fermetra. Gert er ráð fyrir trjá- og garðarækt á svæðinu. Skipulagstillöguna má sjá hér
Breytingartillaga á deiliskipulagi fyrir Kinn í Ölfusi
Með deiliskipulagsbreytingunni er skipan byggingarreita breytt. Heimilt verður að reisa ný gróðurhús. Byggingarreitur fyrir skemmu, véla- og tækjageymslu sem er á gildandi skipulagi er felldur niður. Skipulagstillöguna má sjá hér
Breyting á deiliskipulagi í landi Ferjukots
Breytt deiliskipulag fyrir Ferjukot gerir ráð fyrir að byggja megi 6 lítil ferðaþjónustuhús og eitt aðstöðuhús á lóðinni. Skipulagstillöguna má sjá hér
Tillögurnar verða til kynningar á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss frá 3. febrúar til 18. mars 2021. Frestur til að gera athugasemdir er til 18. mars 2021 á netfangið skipulag@olfus.is
Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi