Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar til auglýsingar skv. 1. málsgrein 41. greinar og 31. grein skipulagslaga nr.123/2010, á 287. fundi bæjarstjórnar þann 28. janúar 2021 og 288. fundi bæjarstjórnar þann 25. febrúar 2021:
Tillaga að deiliskipulagi vegna fjarskiptamasturs við Selvog
Mörkuð er lóð undir fjarskiptamastur norðan við Suðurstrandarveg í landi Bjarnarstaða við Selvog. Skipulagið er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem einnig er í auglýsingu um þessar mundir.
Skipulagstillaga fjarskiptamastur við Selvog
Deiliskipulagsbreyting fyrir hafnarsvæði í Þorlákshöfn
Tillagan gerir ráð fyrir að Suðurvarargarður verði lengdur til austurs og breytingar á lóðum og lóðarmörkum. Ekki er gert ráð fyrir snúningi Suðurvararbryggju og landfyllingar við hana sem áður hefur verið auglýst.
Skipulagstillaga og skipulagslýsing
Eldri skipulagsgreinargerð
Deiliskipulagsbreyting Víkursandur – iðnaðarsvæði á Sandi vestan Þorlákshafnar
Breytingin tekur til stækkunar á lóðunum Víkursandur 3 og 5 og breyttrar aðkomu að lóðunum Víkursandi 2, 4 og 6.
Skipulagstillöguna Víkursandur
Deiliskipulag fyrir Akurholt II í Ölfusi
Akurholt II er 4,8 ha land sunnan við Suðurlandsveg. Deiliskipulagið samræmist heimildum aðalskipulags fyrir 2-10 ha landspildur. Með því eru markaðir byggingarreitir fyrir íbúðarhús, gestahús og hús til landbúnaðarnota í samræmi við heimildir aðalskipulags.
Skipulagstillaga Akurholt II
Deiliskipulag Árbær 4
Deiliskipulagstillagan markar reiti fyrir útbyggingu íbúðarhúss og frístundahúss í samræmi við ákvæði aðalskipulags.
Skipulagstillaga Árbær 4
Aðalskipulagsbreyting í landi Bjarnarstaða og fyrir Stóra-Saurbæjarsvæðið var samþykkt á 287. fundi bæjarstjórnar þann 28. janúar 2021. Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 er breytt í samræmi við 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Í landi Bjarnarstaða er skilgreindur reitur sem athafnasvæði þar sem áður var landbúnaðarland. Á Stóra-Saurbæjar svæðinu er landnotkun breytt úr landbúnaðarlandi í íbúðarsvæði.
Skipulagstillaga Bjarnarstaðir og Stóra-Saurbæjarsvæðið
Tillögurnar verða til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins Ölfuss frá 3. mars til 14. apríl 2021. Frestur til að gera athugasemdir er til 14. apríl 2021 á netfangið skipulag@olfus.is
Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi