Auglýsing á skipulagstillögum

Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar af bæjarstjórn Ölfuss til auglýsingar. Tillögurnar hafðu áður verið samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.

 

Laxabraut 31 – nýtt deiliskipulag

Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31. Lóðirnar eru hugsaðar fyrir hreinlegan iðnað sem veldur ekki hættu á grunnvatnsmengun. Þá er staðsetningin talin henta vel fyrir t.d. súrefnisframleiðslu þar sem laxeldisfyrirtækin sem eru umhverfis þurfa mikið magn súrefnis. Ferli súrefnisframleiðslu felur í sér að notast þarf við háa turna þegar súrefni er aðskilið frá öðrum gastegundum. Í ljósi þess er heimilt í skipulaginu að reisa mannvirki sem geta verið allt að 55m á hæð.

Skipulagið var samþykkt í bæjarstjórn Ölfuss þann 30. október 2024. Skipulagið verður til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn til 19. desember 2024. Einnig er hægt að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 19. desember 2024.

 

Akurgerði - Nýtt deiliskipulag

Lagt er fram nýtt deiliskipulag á jörðinni Akurgerði. Jörðinni er skipt upp í fimm lóðir, fjórar þeirra eru hugsaðar undir íbúðarhús en sú fimmta fyrir smáhýsi til útleigu.

Skipulagið var samþykkt í bæjarstjórn Ölfuss þann 30. október 2024. Skipulagið verður til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn til 19. desember 2024. Einnig er hægt að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 19. desember 2024.

 

Vegtengingar á Þorlákshafnarvegi - Deiliskipulagslýsing

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir Þorlákshafnarveg innan veghelgunarsvæðis. Þorlákshafnarvegur er þjóðvegur en uppfyllir þó ekki skilyrði Vegagerðarinnar sem gerðar eru um fjarlægðir milli vegtenginga, en samkvæmt reglum Vegagerðarinnar skulu vera 400m á milli tenginga. Vegtengingar á veginum eru of margar og of stutt á milli þeirra og því liggur fyrir að það þarf að fækka þeim.

Skipulagslýsingin var samþykkt í bæjarstjórn Ölfuss þann 30. október 2024. Skipulagslýsingin verður til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn til 30. nóvember 2024. Einnig er hægt að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 30. nóvember 2024.

 

Sigurður Steinar Ásgeirsson

Skrifstofu- og verkefnastjóri

Umhverfis- og framkvæmdasvið

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?