Auglýsing á skipulagstillögum

Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar til auglýsingar í samræmi við 1. og 2.  málsgrein 40. greinar og 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 á 289. fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss.

Tvær deiliskipulagsbreytingartillögur:

Um er að ræða skipulag Mána- Vetrar- og Sunnubrautar

Breyting á deiliskipulaginu „Deiliskipulagsbreyting við Egilsbraut 9“

Bæjarstjórn samþykkti á 288. fundi sínum þann 25. febrúar síðastliðinn að auglýsa breytingu á deiliskipulaginu samkvæmt 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.  Þetta er gert til að tryggja aðkomu sem flestra að málinu og svo að auglýsa megi lóðir sem deiliskipulagið markar eftir úthlutunarreglum sveitarfélagsins. 

Skipulagstillaga      Upprunalegt skipulag sem verið er að breyta

 

Breyting á deiliskipulaginu „Deiliskipulag fyrir Lindarbæ í Ölfusi“ vegna lóðarinnar Lindarbær B.

Byggingarreitur á lóðinni er stækkaður til vesturs svo koma megi fyrir aðstöðuhúsi innan hennar. Við þetta hækkar nýtingarhlutfall lóðarinnar í allt að 0,16. Breytingin er í samræmi við aðalskipulag Ölfuss 2010 - 2022.

Skipulagstillaga

Tillögurnar verða til kynningar á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss frá 31. mars til  12. maí 2021. Frestur til að gera athugasemdir er frá 31.mars til 12.maí 2021. Athugasemdir sendist í tölvupósti á netfangið skipulag@olfus.is eða skriflega á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn.

 

Tvær skipulagslýsingar:

Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar við Ingólfshvol í Ölfusi.

Hugmyndir eru meðal annars um að marka lóðir fyrir 4 einbýlishús og 4 frístundahús á landinu í samræmi við heimildir aðalskipulags. Einnig er reitur á svæðinu skilgreindur sem verslunar og þjónustusvæði. 

Skipulagslýsing

 

Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulagsgerðar fyrir Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli í Ölfusi.

Fyrirhuguð er breyting á aðalskipulagi sem felur í sér nýja skilgreiningu á hámarks efnistökumagni, stækkun efnistökusvæðis og skilgreiningu á iðnaðarsvæði í námunni. Í deiliskipulagi sem mun ná yfir um 57 ha verður gert grein fyrir núverandi ástandi og fyrirhuguðum framkvæmdum. Settir verða fram skilmálar um landnotkun, aðstöðubyggingu, aðkomu og vernd náttúru- og menningarminja.

Skipulagslýsing

Skipulagslýsingarnar verða til kynningar á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss frá 31. mars til  28. apríl 2021. Frestur til að gera athugasemdir er til  31. mars til 28. apríl 2021. Athugasemdir sendist í tölvupósti á netfangið skipulag@olfus.is eða skriflega á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn. 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?