Eftirtaldar skipulagstillögur voru nýlega samþykktar til auglýsingar af bæjarstjórn Ölfuss í samræmi við 2. málsgrein 36. greinar og 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010
Tillaga um breytingu á deiliskipulagi hafnar í Þorlákshöfn
Tillaga um breytingu á deiliskipulagi hafnar í Þorlákshöfn var samþykkt til auglýsingar skv. 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr.123/2010 á 292. fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss þann 24.6.2021.
Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir að Suðurvararbryggju verði snúið um 35° við endurnýjun hennar, Suðurvarargarður verði lengdur til austurs um 200m og einnig eru gerðar breytingar á lóðum og lóðarmörkum innan skipulagssvæðisins.
Skipulagstillaga Þorlákshafnarhöfn
Deiliskipulagstillaga fyrir Hellu- og Holtagljúfur,
Deiliskipulagstillaga fyrir Hellu- og Holtagljúfur, í Gljúfurárholti, reit Í10 í dreifbýli Ölfuss var samþykkt til auglýsingar skv. 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 á 288. fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss þann 25.2.2021.
Tillagan gerir ráð fyrir 60 íbúðum á 40 lóðum í einbýlis- og parhúsum. Samhliða auglýsingu á deiliskipulagi er auglýst óveruleg breyting á aðalskipulagi.
Skipulagstillaga fyrir Hellu- og Holtagljúfur
Tillögurnar verða til kynningar á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss frá 30. júní til 12.ágúst 2021. Frestur til að gera athugasemdir er frá 30. júní til 12.ágúst 2021. Athugasemdir má senda í tölvupósti á netfangið skipulag@olfus.is eða skriflega á Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.
Óveruleg aðalskipulagsbreyting fyrir Hellu- og Holtagljúfur
Óveruleg aðalskipulagsbreyting í reit Í9 í Gljúfurárholti í dreifbýli Ölfuss var samþykkt á 292. fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss þann 24.6.2021 í samræmi við 2. málsgr. 36 greinar skipulagslaga.
Fjölda íbúða er breytt úr 40 í 60 vegna ósamræmis í skipulaginu sem er leiðrétt með breytingunni. Fjöldi lóða og nýtingarhlutfall breytist ekki.
Samhliða auglýsingu um óverulega breytingu á aðalskipulagi er auglýst deiliskipulagstillaga þar sem gert er ráð fyrir 60 íbúðum í einbýlis- og parhúsum.
Aðalskipulagsbreyting
Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi